Femínískt hlaðvarp um merkilegar konur

Í heimi þar sem endalaust er fjallað um afrek karla, fjalla Silja Björk og Tinna um afrek merkilegra kvenna og kynsegin

Scroll

Kona er nefnd

Hlaðvarpið Kona er nefnd hóf göngu sína sumarið 2019 og varð fljótt vinsælt. Þáttastýrurnar Silja Björk og Tinna hafa verið vinkonur um árabil og eru báðar miklir femínistar. Þeim fannst vanta vettvang til þess að læra og fjalla um afrek merkilegra kvenna og kynsegin og ákváðu að taka málin í sínar eigin hendur.

Kona er nefnd spannar yfir tuttugu þætti þar sem saga kvenna er rædd með samfélag nútíðar og fortíðar til hliðsjónar. Í hverjum þætti er ákveðið þema sem konur dagsins skipa stóran sess og eru málefni líðandi stundar krufin í sambland við sögulega nálgun á femínisma, kvenréttindi, hinseginbaráttu, kynþáttafordóma og afrek kvenna.

Kona er nefnd er aðgengilegt á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

„Þú getur ekki smættað mig niður í bara kynið mitt, ég er svo miklu meira en það.”

- Kona er nefnd

Með hlaðvarpinu vilja Tinna og Silja Björk fræða sjálfar sig og aðra um konur sem eru bæði þekktar og óþekktar og hvernig líf þeirra, störf og sögur hafa áhrif á líf okkar allra í dag. Tilgangurinn er ekki að fjalla eingöngu um frábærar, fullkomnar konur heldur líf og sögur þeirra í öllum sínum breiskleika, hvort sem þær eru umdeildar eða ekki.

Hvað er svona merkilegt við það?

„Femín­ismi þarf ekki alltaf að vera al­var­leg­ur, þurr og mál­efna­leg­ur – það má líka bara hafa gagn og gam­an af. Við hlæj­um og grín­umst, enda er þetta það skemmti­leg­asta sem við ger­um og ekki skemm­ir fyr­ir að læra um merki­leg­ar kon­ur og fyr­ir­mynd­ir í leiðinni.”

Silja Björk

 

Kona er nefnd

Hlaðvarpið er aðgengilegt á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 
Previous
Previous

Fyrirlestrar

Next
Next

Kvikmyndarýni