Sjöunda listgreinin

Silja Björk er með BA-gráðu í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands. Silja Björk var meðlimur kvimyndarýniklúbbs skólans, Engar stjörnur, þar sem leitast var eftir að skrifa faglegar og aðgengilegar kvikmyndarýnir sem ekki byggðust á stjörnugjöf. Hér má lesa afrakstur þeirrar vinnu á árunum 2018-2019.

Kvikmyndarýni

  • Avengers Endgame

    Ykkur er boðið í kveðjupartý aldarinnar. Þegar gengið er inn í salinn á frumsýningu eins stærsta menningarviðburðar kvikmyndasögunnar má skera spennuna með hníf. Áhorfendur og aðdáendur Marvel-kvikmyndaheimsins hafa beðið eftir akkúrat þessu augnabliki í ellefu ár. Það er komið að því, lokahnykkurinn... Avengers: Endgame.

  • A Quiet Place

    Eftir drykklangan dag, stútfullan af allslags áreiti, er fátt huggulegra en að kveikja á nokkrum kertum og láta amstur dagsins líða úr líkamanum í ró og kyrrlátri þögn. Þögnin er uppspretta slökunar og hugleiðslu og þögnin hjálpar okkur að vinna úr atburðum dagsins. Í þögninni er best að sofna og í henni er einnig best að vakna. En er í þögninni best að lifa?

  • Eden

    Útlagarómantíkin er allskostar ekki ný af nálinni. Kvikmyndir hafa sveipað forboðin, sjúk og eitruð ástarsambönd dýrðarljóma frá því áður en hljóðkvikmyndin var fundin upp.

  • El Ángel

    Það er fátt sem loðir jafn rækilega við sálfræðilega spennutrylla og mýtan um heillandi siðblindingjann. Þeir hafa verið yrkisefni ófárra skálda og kvikmyndargerðarmanna í gegnum tíðina. Hannibal Lecter, Patrick Bateman, Alex Delarge og Dexter Morgan eru allir dæmi um hinn heillandi, tungulipra og oft aðlaðandi siðblindingja.

  • First Reformed

    Eyðilegging jarðarinnar af hálfu mannkyns er óumflýjanleg. Raunveruleikinn sem blasir við er sá að græðgi okkar, sinnuleysi og sjálfselska hafa valdið óafturkræfum breytingum á vistkerfi jarðar, og að endatafl mannkyns sé hafið. Áratugum saman höfum við sópað grafalvarlegum vandamálum undir teppið og vonast til að þau leysist af sjálfu sér, allt vegna skammtímahagsmuna.

  • Hereditary

    Fjölskyldur eru flókið fyrirbæri. Allar fjölskyldur hafa eitthvað að fela, einhver myrk og dulin leyndarmál sem meðlimir hennar reyna af fremsta megni að hylja fyrir umheiminum og stundum hver öðrum. Sumar fjölskyldur, eins og Graham-fjölskyldan, hafa djúpstæðari, myrkari og ógeðfelldari leyndarmál að geyma an aðrar.

  • Midsommar

    Það fylgir því iðulega kátína þegar sólin sest ekki yfir hásumarið og fuglarnir skríkja glaðhlakkalega frá einum morgni og framundir þann næsta. Blómin ilma undir miðnætursólinni og hjartað verður léttara þegar myrkrið með sínum blekkingarleik er hvergi sjáanlegt. Skandinavíska hásumarið hljómar eins og draumur, en fjórir vinir og kærasta eins þeirra ákveða að láta drauminn verða að veruleika þegar tækifæri býðst til að ferðast til Svíðþjóðar.

  • Ocean's Eigtht

    Það má til sanns vegar færa að framsetning kvenna í meginstraums kvikmyndum hvítþveginna hæða Hollywood hafi í gegnum tíðina verið einkar einhliða og gjarnan tekið mið af hinu karllæga sjónmáli. Konur hafa verið hlutgerðar með svo afdráttarlausum hætti að persónusköpun þeirra hefur oft og tíðum grundvallast á kynþokka og útliti einvörðungu.

  • Once Upon a Time in Hollywood

    Einu sinni, fyrir langa langa löngu í landi sem nefnist Hollywood gengu kúreki og áhættuleikari inn á ölkelduhús. Þeir voru miklir vinir, þeir Rick Dalton og Cliff Booth, enda nánast óaðskiljanlegir. Frægðarsól sjónvarpsstjörnunnar Rick Dalton var þarna tekin að dvína en hann rígheldur samt í áhættuleikara sinn, Cliff, dálítið eins og einhver sem þráast við að henda gömlum gallabuxum sem ekki passa lengur utan um svert mittismálið.

  • Shoplifters

    Lífið er flókið, um það er engum blöðum að fletta. Tilgangur okkar, eins margslunginn og okkur kann að finnast hann vera, er í raun aðeins að halda í okkur lífinu og koma næstu kynslóð á legg. Samfélagið hefur sett okkur ákveðnar reglur og siðferðishefðir sem okkur er gert að fara eftir en þó eru alltaf einstaklingar sem kjósa að lifa á jaðrinum, lifa lífi sem ekki er siðferðislega samþykkt.

  • Suspiria

    Þegar fetað er í fótspor Argento er auðvitað nauðsynlegt að huga að sjónrænu hliðinni, enda var Argento á sínum gullaldarárum einn mesti kvikmyndastílisti hryllingsmyndahefðarinnar.

  • Transit

    Þeir segja að tíminn sé afstæður í ástum og stríði. Eins og það sé ekki nóg þá er tímanum líka gert að lækna öll sár. Sú klisja verður að lyfleysu í forgarði vítis, þegar nafnlaust mannhaf flóttafólks flakkar í reiðaleysi milli sendiráða og skriffinnskubákna í leit að griðarstað. Tíminn virðist ekki getað læknað þau svöðusár sem stríðsátök og helfarir skilja eftir sig, eins og greinilegt er í Transit.

  • Tryggð

    Út um gluggann á ríkmannlegu húsi í vesturbæ Reykjavíkur horfir ljóshærð, bláeygð kona á eftir erlendum hjólreiðamanni sem grípur upp ruslapoka fulla af plastflöskum úr görðum nágrannanna. Kona þessi, í allri forréttindablindu sinni, brosir yfir eigin góðmennsku og hjartahlýju. Hún hugsar hversu gefandi það sé að hjálpa þeim sem minna mega sín, sérstaklega svona úr fjarlægð á meðan bæði samviska hennar og hendur haldast hreinar.

  • The House That Jack Built

    Hrifmagn sjöundu listgreinarinnar er óendanlegt. Sjónræn túlkun okkar á veruleikanum kveikir í magnaðri skynjun hugans, jafnvel líkama og sálar. Frá árdögum kvikmyndarinnar hafa kvikmyndagerðarmenn keppst við að fanga þessi sturluðu hugrif listgreinarinnar með ýmsum hætti og er frumkvöðlum, uppfinningamönnum og áhrifavöldum stráð um kvikmyndasöguna.

  • Twarz

    Á náðir hvers getur maður leitað þegar maður er græddur andliti sem ekki einu sinni móðir manns getur elskað? Þeirri þolraun kynnist rokkarinn ungi og hárprúði (og kærulausi) Jacek í pólsku kvikmyndinni Fésið þegar hann lendir í hræðilegu vinnuslysi sem afmyndar á honum andlitið.

  • Us

    Það eru líklega fáar greinar sem eru orðnar jafn sjálfsmeðvitaðar og hrollvekjan. Hvort sem það er á prenti eða á hvíta tjaldinu, velkjast ákveðin hrollvekjustef milli áratuga og hrollvekjuhefðin hefur jafnframt verið gædd þeim hæfileika að endurspegla ótta samfélagsins og ógnir sem að því kunna að steðja.

“Viðfangsefni BA-ritgerðar Silju Bjarkar voru straumar og stefnur í íslenskri kvikmyndagerð, þar sem áhugasvið hennar liggur. Mikill skortur er á fræðilegu efni um íslenskar kvikmyndir og nýtti Silja Björk tækifærið til þess að bæta úr því.

Lesa má ritgerðina í heild sinni hér.

Engar stjörnur - Quentin Tarantino

Silja Björk aðstoðaði við uppsetningu og gerð hlaðvarpsins Engar stjörnur ásamt Birni Þór Vilhjálmssyni, lektor við kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands. Silja Björk var gestur þáttarins nokkrum sinnum og í fyrsta þættinum ræddu hún, Björn Þór og Heiðar Bernharðsson um Quentin Tarantino og afrek hans.

Previous
Previous

Kona er nefnd

Next
Next

Bara geðveik