Geðheilsa, fordómar, geðheilbrigðiskerfið, geðveikur mannauður og femínismi
Silja Björk er einn fremsti fyrirlesari landsins þegar kemur að geðheilbrigði og geðrækt í samfélaginu
Scroll ↓
Fyrsti fyrirlestur Silju Bjarkar á opinberum vettvangi var á TEDxReykjavík ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu í maí 2014. Fyrirlesturinn ber heitið „The Taboo of Depression” og er grunnurinn að #égerekkitabú-samfélagsmiðlabyltingunni.
Silja Björk flutti fyrirlesturinn aðeins níu mánuðum eftir að hún kom út af geðdeild eftir sjálfsvígstilraun og fjallaði í fyrirlestrinum hispurslaust um fordómana og bannhelgina sem fylgja geðsjúkdómum í samfélaginu.
Fyrirlesturinn er öllum aðgengilegur til áhorfs hér.
Síðan árið 2013 hefur Silja Björk reglulega haldið fyrirlestra í grunn-, framhalds- og háskólum um geðheilbrigðismál á Íslandi.
Silja Björk hefur talað fyrir fjölda kennara, leiðbeinenda og nemenda í gegnum tíðina og farið yfir sína sögu, stöðu geðveikra nemenda í skólakerfinu og hvernig við megum betur uppræta fordóma í okkar nærsamfélagi.
Á Mannauðsdeginum 2021 hélt Silja Björk erindi um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsu í mannauðsmálum. Fyrirlesturinn hlaut góðar undirektir og var úrdráttur birtur í skoðanapistlum ýmsa fjölmiðla undir yfirskriftinni „Ert þú með geðveikan mannauð?”.
Silja Björk ræddi fyrirlesturinn í morgunútvarpi Rásar 1 og hefur síðan þá haldið fyrirlestra fyrir mannauðsdeildir ýmissa fyrirtækja sem leitast eftir að efla geðrækt og auðga skilning vinnuveitenda á geðrænum áskorunum starfsfólks síns.
Hefur þú áhuga á að efla þinn mannauð? Bókaðu fyrirlestur hér.
Umsagnir
„Við fengum Silju Björk til okkar með fyrirlesturinn Ert þú með geðveikan mannauð? í Diversity&inclusion fyrirlestraröð sem við héldum árið 2021. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og skapaði miklar umræður á vinnustaðnum um mikilvægi fjölbreytileika, andlegrar heilsu og hvernig við getum verið betri í skapa öruggt og gott starfsumhverfi, sem býður alla velkomna.“
Guðlaugur Örn Hauksson, Íslandsbanka
„Mannauðsdeild Deloitte hlustaði á fyrirlestur Silju Bjarkar á mannauðsdeginum 2021. Þar sem andleg heilsa er ein af lykiláherslum félagsins ákváðum við að fá Silju Björk inn með erindi hjá okkur. Það var almenn ánægja með erindi Silju, hún nær að flétta saman faglegri og persónulegri reynslu sinni með áhrifamiklum hætti.”
Harpa Hrund Jóhannsdóttir, Deloitte
„Silja Björk var ein fjögurra fyrirlesara í dagskrárlið á mannauðsdeginum sem var ætlað að vekja mannauðsfólk til umhugsunar um fjölbreytileika, forréttindi og hindranir. Erindi Silju sló í gegn, enda er hún ekki bara með yfirgripsmikla þekkingu, heldur kemur hún efninu frá sér þannig að fólk hlustar, lærir og langar að gera betur. Ég mæli með Silju Björk á allar heimsins uppákomur!”
Sóley Tómasdóttir, JUST Consulting
-
Samnorrænn fundur LÍS 2017
Árið 2017 hélt Silja Björk fyrirlestur á samnorrænum fundi á vegum Landssamtaka íslenskra stúdenda í HR.
-
Ávarp á opnun „Við erum svo margt" 2019
Silja Björk ávarpaði sýningargesti og forseta Íslands á opnun sýningarinnar „Við erum svo margt” árið 2019.