Saga af þunglyndi, sjálfsvígum og voninni í batanum

Vatnið, gríman og geltið er saga af þunglyndi, sjálfsvígstilraunum, dulúð vatnsins, grímunum sem við berum öll og geltandi, svörtum hundum.

Scroll

Silja Björk (Vatnið, gríman og geltið, 2020)

Vatnið, gríman og geltið er fyrsta bók Silju Bjarkar og kom út árið 2020. Bókin er nokkurskonar sjálfsævisaga höfundar um erfiða tíma í þunglyndi, hjartasorg og sjálfsvígshugsunum.

Bókin byggir á skrifum Silju Bjarkar yfir sjö ára tímabil, sem unglingur, nemandi, geðsjúklingur og vistkona á geðdeild og veitir nána innsýn í líf þunglyndissjúklings.

Silja Björk safnaði fyrir útgáfu bókarinnar í gegnum KarolinaFund og náði settu markmiði á innan við viku. Bókin kom út í miðjum heimsfaraldri og reyndist mörgum góður ferðafélagi í leitinni inn á við.

Vatnið, gríman og geltið er fáanleg í Pennanum Eymundsson eða árituð hjá höfundi.

 
 

Geltið er skerandi, ærandi, óumflýjanlegt. Þegar dimma tekur í dalnum verður gelt þeirra að óstöðvandi söngli, háværara en þotuhreyflar og skipsflautur. 

Þeir eru plága, svörtu hundarnir.

 

Í tilefni söfnunarinnar fékk Silja Björk að heimsækja þrjár sterkar og duglegar ungar konur sem allar hafa átt við geðrænar áskoranir að etja. Þær Hildur, Ingileif og Fanney deila sögu sinni og lesa upp úr bókinni í auglýsingaherferð fyrir bókaútgáfuna, sem Silja Björk hannaði sjálf í samstarfi við leikstýruna Sillu Berg (@sillaberg) og kvikmyndagerðarmanninn Frank Nieuwenhuis (@frankframesthings).

Viðtölin eru aðgengileg hér.

Þótt ég færi í hundrað þúsund sjóðandi heit böð næði ég aldrei að skola sársaukanum burt. Ekkert, ekki einu sinni heimsins stærsta flóðbylgja mun skola tjörunni burt. Ég velti því fyrir mér, hvort ég ætti að reyna að drekkja mér.

Ég geri það ekki.

Fáðu áritað eintak heim að dyrum!

Þú getur pantað eintak af bókinni beint af höfundi og fengið það sent til þín áritað.

Next
Next

Eden Foundation