Bylting í hugvíkkandi meðferðum
Eden Foundation er leiðandi í umræðunni um hugvíkkandi meðferðir á Íslandi og gerir það m.a. með fræðslu gegnum samfélagsmiðla, fyrirlestra og ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine í Hörpu janúar 2023.
Eden Foundation var stofnað í janúar 2022 af Söru Maríu Júlíudóttur og gekk Silja Björk snemma til liðs við teymið. Meginmarkið Eden Foundation er að leiða hugvíkkandi byltinguna á Íslandi, með lækningar- og meðferðarúrræði hugvíkkandi efna að leiðarljósi.
Ráðstefnan Psychedelics as Medcine var svo haldin í janúar 2023 í Silfurbergi, Hörpu. Að skipulagningu hennar komu Sara María og Silja Björk ásamt Lovísu Kr. Einarsdóttur og Guðfinnu H. Grundfjörð.
Ráðstefnan var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og voru fyrirlesarar ráðstefnunnar úr fremstu röðum sérfræðinga á sviði hugvíkkandi efna í lækningarskyni. Þá voru öll samskipti við fyrirlesara, skipulagning dagskrár, ráðstefnustjórn og kynningarmál í höndum Silju Bjarkar.
Næstu skref Eden Foundation eru að koma á fót íslensku vefriti um málefni hugvíkkandi meðferða, viðburðir og fyrirlestrar tengdum málefninu og hlaðvarpið Innra ferðalag.